Thursday, December 24, 2009

Jólakveðja!

Skrapp og gaman.is óskar viðskiptavinum sínum og öllum föndurdósum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi skrappárs.

Þökkum fyrir samveruna á árinu sem er að líða!

Saturday, December 19, 2009

Opið um helgina!

Opið laugardaginn 19. desember kl. 13-15. Jólagjafir föndrarans fást hjá okkur, allt nýtt og spennandi! Svo er netverslunin sem aldrei sefur opin allan sólarhringinn eins og venjulega. Sjáumst!

Sunday, November 29, 2009

Opið kvöld

Opið kvöld hjá Skrapp og gaman þriðjudaginn 1. desember kl. 19.30-22.00. Fullt af nýjum og spennandi vörum; blóm, pappír, glimmermálning og munsturgatarar í ævintýralegu úrvali.

Allra sniðugast er auðvitað að vera búin að tryggja sér það sem maður vill alls ekki missa af með því að panta á netinu og sækja og skoða í leiðinni.

SJÁUMST!

Tuesday, November 24, 2009

Og enn blómstar

Þá er seinni skammtur af blómunum kominn á síðuna. Yndislega falleg eins og við var að búast, sannkallaður sumarauki í skammdeginu. Þessi blóm eru handunnin sérstaklega fyrir Skrapp og gaman og má svo sannanlega segja að þau séu stoltið okkar. Kíkið á og njótið fegurðarinnar.

Nýjar Gardeníur!

Fyrsti skammtur af yndislegum gardeníublómum kominn í vefverslunina. Fleiri tegundir koma inn á morgun, þorði bara ekki að leggja meira á ykkur í einu þetta er svo ofboðslega fallegt.

Friday, November 20, 2009

Nýtt í netversluninni!

Í fyrsta skipti á Íslandi stórir munsturgatarar frá MS og einnig Punch Around the Page gatarar

Ótrúlega flott úrval af munsturgöturum frá Martha Stewart var að detta inn hjá Skrapp og gaman.is, stórir gatarar með hjartamunstri, fiðrildamunstri og snjókornamunstri. Einnig fengum við nýjustu línuna frá Basic Grey, Nook and Pantry, sem er með retro eldhús þema og tilvalið í t.d. heimagerðar uppskriftabækur í jólapakkann sem er t.d sniðugt að gera úr litlu chipboard albúmunum sem eru einnig frá Basic Grey. Glue Dots mini límdoppurnar eru komnar aftur og á enn betra verði en áður.

Það er endalaust úrval af nýjum og spennandi vörum hjá Skrapp og gaman.is því hér ráða ríkjum ástríðufullir skrappfílkar með nýjungagirnina á háu stigi.

Thursday, November 19, 2009

Heja Norge!

Já oft hefur verið tilefni til að gleðjast yfir snilli Norðmanna en aldrei eins og nú! Skrapp og gaman.is-netverslun getur nú stolt boðið til sölu hágæða skrapppappír frá 3ndypapir í Noregi, framleiddur og hannaður af afkomendum víkinga. Þær Gudrun og Lene vita svo sannanlega hvernig á að fanga jólastemmninguna.

Þessi pappír er sko koselig (góð í norskunni!!)

Tuesday, November 17, 2009

Allt að gerast!

Rýmum fyrir nýjum vörum. Fáránlega flott tilboð á nýjum pappír og fylgihlutum frá Pink Paislee og Sassafrass Lass i TILBOÐSHORNINU. Lítið eftir af flestu, fyrstur kemur fyrstur fær. Á morgun og næstu daga er margt nýtt og spennandi að detta inn, vörur sem aldrei hafa sést á litla skerinu áður!!!!

Friday, November 13, 2009

Wednesday, November 4, 2009

Jóla-skrapp

Nú nálgast jólin óðfluga og eru því eflaust margir farnir að huga að jólakortunum í ár. Er því ekki við hæfi að skella inn nokkrum hugmyndum af jólakortum úr flottu jólalínunum sem eru til í Skrapp og gaman.is.

Saturday, October 31, 2009

HELGARTILBOÐ - 31.10-01.11!!

Þessa helgina bjóðum við þeim sem panta hjá okkur frían sendingarkostnað (innanlands). Smellið ykkur á þetta kostaboð og pantið t.d. Martha Stewart, EK Success munsturgatara eða hin frábæru Titanium skæri frá EK en þessar vörur eru á 10% afslætti á Tækjadögum Skrapp og gaman.is. Einnig vorum við að fá nýjustu línuna af Pink Paislee pappír, öðruvísi jólalína þar á ferðinni með frábærum aukahlutum.

Að sjálfsögðu gildir tilboðið um frían sendingarkostnað fyrir allar vörur í versluninni, ekki bara tilboðsvörurnar!

Friday, October 30, 2009

Skæra- og munsturgataradagar

Skæra- og munsturgataradagar hjá Skrapp og gaman.is. Allir munsturgatarar og skæri eru á 10% afslætti næstu daga. Þetta tilboð gildir í takmarkaðan tíma og er því eins gott að hugsa sig ekki of lengi um.

Tuesday, October 27, 2009

Nýtt í netversun

Alltaf eitthvað í boði hjá Skrapp og gaman. Kíkið á Skrapppakkninga dálkinn okkar, spennandi nýjunar á frábæru verði. Einnig er alltaf eitthvað skemmtilegt í boði í Tilboðshorninu, nýjar gæðavörur á hlægilegu verði. Svo eru Martha Stewart munsturgatarar í klikkuðu úrvali og það borgar sig ekki að hugsa sig lengi um því nú þegar eru nokkrar tegundir uppseldar enda ekki skrítið þegar gæði og verð fara svona vel saman!

Friday, October 23, 2009

Pink Paislee - Mistletoe & Co

Mistletoe & Co. nýja Pink Paislee jólalínan er komin í Skrapp og gaman.is. Öðruvísi pappír og aukahlutir í djúpum og seiðandi litum. Svo versnar nú ekki pappírinn ef örlitlu Shimmer, Blingz eða Spritz er bætt í spilið.

Það sem gerir þessa jólalínu líka svo einstaklega skemmtilega er að hún gengur svo auðveldlega fyrir aðra árstíma, alls ekki dæmigerð jólalína í rauninni, ég sé hana alveg fyrir mér sem brilliant pappír til að gera albúm og kort fyrir herrana sem alltaf virðast verða útundan þegar kemur að skrappinu. Þessar elskur eiga nú allt gott skilið!

Monday, October 19, 2009

Blóm glimmer og Martha Stewart

Nú er sko fjör hjá Skrapp og gaman.is. Í þessari viku komu pappírsrósirnar okkar sem við erum svo stolt af að geta boðið ykkur uppá, fimm fallegir litir í viðbót.

Einnig fengum við stóra sendingu af Spritz, Shimmerz og Blingz glimmermálningunni sem slegið hefur í gegn svo um munar. Þar á meðal eru t.d. silfur og gull litir sem ætti nú aldeilis að passa flott við allt jólaföndrið sem hagsýnir skrapparar og kortagerðasnillingar eru með í gangi.

Blekpúðar í mörgum litum bættust einnig í sívaxandi úrval minnstu skrappbúðar landsins, algjör nauðsyn fyrir stimplara og aðra föndrara.

Síðast en ekki síst ber að nefna hina ótrúlega vinsælu munsturgatara frá Martha Stewart sem við erum eiginlega að springa úr stolti yfir að vera fyrsta verslunin á Íslandi sem hefur þessar gæðavörur í hillum sínum. Við fengum bæði kantmunsturgatara og laufa- og fiðrildagatara sem mikið hefur verið spurt um. Meðal kantmunsturgataranna eru splunkunýir gatarar með jólamunstrum!!!

Thursday, October 15, 2009

Nýtt skrapp-nammi í netversluninni!

Vorum að fá fallegar medium rósir í fimm mismunandi litum og nokkra nýja liti í Shimmerz Sprits! Einnig verða margir nýjir flottir litir í Shimmerz og Blingz settir inn í netverslunina í dag!



Wednesday, October 7, 2009

Enchanting

Skrapp og gaman.is segir vetrinum stríð áhendur og býður 25% afslátt af Enchanting sumarlínunni frá PinkPaislee; pappír, brads, límmiðabók og límstafir. Full búð af nýjum og spennandi vörum sem ekki hafa sést áður á landinu kalda. Kíkið á www.skrappoggaman.is

Sunday, October 4, 2009

~*~ Opið kvöld! ~`*~

Þá er helgin senn á enda og hefur vonandi verið skröppurum og öðrum föndrurum ánægjuleg og gengið vel á pappírsbirgðirnar. Þess vegna ætlar Skrapp og gaman.is að hafa opið kvöld næstkomandi þriðjudag 6. október kl. 19.30-21.30. Anna Sigga mun sýna notkun á Shimmerz og Blingz glimmermálningunni vinsælu. Kíkið endilega við og látið úrvalið koma ykkur skemmtilega á óvart.

Thursday, October 1, 2009

Core'dinations cardstock

Skrapp og gaman.is kynnir alveg einstakt cardstock frá Core'dinations - það hefur sömu eiginleika og Bazzill pappírinn og smá leyndarmál að auki! ;) Core'dinations hefur að geyma kjarna sem er í fallegum lit sem tónar vel við hvaða verkefni sem er. Til að ná fram flotta kjarnanum er hægt að rífa, sanda og krumpa pappírinn -og fallegur kjarnaliturinn kemur í ljós. Einnig er þessi pappír alveg snilld með Cuttlebug vélinni - möguleikarnir eru endalusir!


Tuesday, September 29, 2009

Martha er mætt á svæðið!

Stórfréttir kæru skrapparar, kortagerðaskutlur og aðrir föndrarar.Loksins eru Martha Stewart vörurnar fáanlegar á Íslandi. Við bjóðum drottningu föndurs og almennra smekklegheita velkomna í Kópavoginn, jæja kannski ekki í eigin persónu en kantmusturgatararnir hennar eru... það og bíða spenntir eftir að lenda í fimum höndum íslenskra skrappara. Kíkið á skrappoggaman.is, fullt af nýjum og spennandi vörum til skrapps og kortagerðar.

Friday, September 25, 2009

Rok og rigning = föndurtími!

Nú er sko veður til að skrappa og stimpla því ekki viðrar til útivistar á Stór-Kópavogssvæðinu (örugglega fínasta veður fyrir norðan og austan hehehe). Kíkið endilega á stimplana frá Unity Stamps Co. Frábærlega flott stimplasett með 20 gæðastimplum úr rauðu gúmmíi sem er Rollsinn í stimplum. 325 krónur per stimpil er ekki slæmt og einnig fylgir með þessi líka fína mappa þar sem hægt er að geyma allt settið og rúmlega það.

Sunday, September 20, 2009

Opið kvöld

Skrapp og gaman býður alla vini og vandamenn velkomna að kíkja á opið kvöld á Þinghólsbraut 38 í Kópavogi mánudagskvöldið 21. september kl. 19.30-21.30. Nóg að skoða og sennilega mesta úrval af nýjum skrapppappír á Íslandi í dag.
Plássið er ...ekki stórt í bílskúrnum en þröngt mega sáttir skoða. Það verður logandi kertaljós sem vísar veginn. Hlökkum til að sjá sem flesta.

Saturday, September 19, 2009

Indian Summer

Enn bætist í pappírshirslunar í Skrapp og gaman.is Indian Summer línan frá Basic Grey er komin í allri sinni dýrð. Haustlita symfónía eins og best gerist.

Skellið ykkur að skoða og svo út að taka myndir áður en öll fallegu haustlaufin fjúka á haf út. ;o)

Tuesday, September 15, 2009

Jólin eru að koma!!! ;o)

Jólin, jólin, jólin koma brátt lalalalalalalalala Er manneskjan orðin hringlandi vitlaus kann einhver að spyrja en ekki er ráð nema í tíma sé tekið!

Skrapp og gaman.is

Fylgist með því í dag detta inn fyrstu jólavörur ársins. Hvað það verður veit nú enginn............................. eða hvað??????????????????


Og ekki vera feimin við að segja hvað ykkur finnst! ;o)

Sunday, September 13, 2009

Pink Paislee - Amber Road

Vorum að taka upp sendingu af flottum pappírum og frábæru skrauti úr Amber Road línunni frá Pink Paislee.
Einnig kom slatti af flottum glimmer chipboard stöfum í mörgum litum og litlum límstöfum frá Pink Paislee - glimmerstafirnir eru algert æði og smitast ekki neitt.


Einnig er von á splunkunýjum jólavörum og fleiru eftir helgi - því það styttist jú í jólin!
Psst. - svo er líka voða gaman að fá smá komment ;o)