Saturday, October 31, 2009

HELGARTILBOÐ - 31.10-01.11!!

Þessa helgina bjóðum við þeim sem panta hjá okkur frían sendingarkostnað (innanlands). Smellið ykkur á þetta kostaboð og pantið t.d. Martha Stewart, EK Success munsturgatara eða hin frábæru Titanium skæri frá EK en þessar vörur eru á 10% afslætti á Tækjadögum Skrapp og gaman.is. Einnig vorum við að fá nýjustu línuna af Pink Paislee pappír, öðruvísi jólalína þar á ferðinni með frábærum aukahlutum.

Að sjálfsögðu gildir tilboðið um frían sendingarkostnað fyrir allar vörur í versluninni, ekki bara tilboðsvörurnar!

Friday, October 30, 2009

Skæra- og munsturgataradagar

Skæra- og munsturgataradagar hjá Skrapp og gaman.is. Allir munsturgatarar og skæri eru á 10% afslætti næstu daga. Þetta tilboð gildir í takmarkaðan tíma og er því eins gott að hugsa sig ekki of lengi um.

Tuesday, October 27, 2009

Nýtt í netversun

Alltaf eitthvað í boði hjá Skrapp og gaman. Kíkið á Skrapppakkninga dálkinn okkar, spennandi nýjunar á frábæru verði. Einnig er alltaf eitthvað skemmtilegt í boði í Tilboðshorninu, nýjar gæðavörur á hlægilegu verði. Svo eru Martha Stewart munsturgatarar í klikkuðu úrvali og það borgar sig ekki að hugsa sig lengi um því nú þegar eru nokkrar tegundir uppseldar enda ekki skrítið þegar gæði og verð fara svona vel saman!

Friday, October 23, 2009

Pink Paislee - Mistletoe & Co

Mistletoe & Co. nýja Pink Paislee jólalínan er komin í Skrapp og gaman.is. Öðruvísi pappír og aukahlutir í djúpum og seiðandi litum. Svo versnar nú ekki pappírinn ef örlitlu Shimmer, Blingz eða Spritz er bætt í spilið.

Það sem gerir þessa jólalínu líka svo einstaklega skemmtilega er að hún gengur svo auðveldlega fyrir aðra árstíma, alls ekki dæmigerð jólalína í rauninni, ég sé hana alveg fyrir mér sem brilliant pappír til að gera albúm og kort fyrir herrana sem alltaf virðast verða útundan þegar kemur að skrappinu. Þessar elskur eiga nú allt gott skilið!

Monday, October 19, 2009

Blóm glimmer og Martha Stewart

Nú er sko fjör hjá Skrapp og gaman.is. Í þessari viku komu pappírsrósirnar okkar sem við erum svo stolt af að geta boðið ykkur uppá, fimm fallegir litir í viðbót.

Einnig fengum við stóra sendingu af Spritz, Shimmerz og Blingz glimmermálningunni sem slegið hefur í gegn svo um munar. Þar á meðal eru t.d. silfur og gull litir sem ætti nú aldeilis að passa flott við allt jólaföndrið sem hagsýnir skrapparar og kortagerðasnillingar eru með í gangi.

Blekpúðar í mörgum litum bættust einnig í sívaxandi úrval minnstu skrappbúðar landsins, algjör nauðsyn fyrir stimplara og aðra föndrara.

Síðast en ekki síst ber að nefna hina ótrúlega vinsælu munsturgatara frá Martha Stewart sem við erum eiginlega að springa úr stolti yfir að vera fyrsta verslunin á Íslandi sem hefur þessar gæðavörur í hillum sínum. Við fengum bæði kantmunsturgatara og laufa- og fiðrildagatara sem mikið hefur verið spurt um. Meðal kantmunsturgataranna eru splunkunýir gatarar með jólamunstrum!!!

Thursday, October 15, 2009

Nýtt skrapp-nammi í netversluninni!

Vorum að fá fallegar medium rósir í fimm mismunandi litum og nokkra nýja liti í Shimmerz Sprits! Einnig verða margir nýjir flottir litir í Shimmerz og Blingz settir inn í netverslunina í dag!Wednesday, October 7, 2009

Enchanting

Skrapp og gaman.is segir vetrinum stríð áhendur og býður 25% afslátt af Enchanting sumarlínunni frá PinkPaislee; pappír, brads, límmiðabók og límstafir. Full búð af nýjum og spennandi vörum sem ekki hafa sést áður á landinu kalda. Kíkið á www.skrappoggaman.is

Sunday, October 4, 2009

~*~ Opið kvöld! ~`*~

Þá er helgin senn á enda og hefur vonandi verið skröppurum og öðrum föndrurum ánægjuleg og gengið vel á pappírsbirgðirnar. Þess vegna ætlar Skrapp og gaman.is að hafa opið kvöld næstkomandi þriðjudag 6. október kl. 19.30-21.30. Anna Sigga mun sýna notkun á Shimmerz og Blingz glimmermálningunni vinsælu. Kíkið endilega við og látið úrvalið koma ykkur skemmtilega á óvart.

Thursday, October 1, 2009

Core'dinations cardstock

Skrapp og gaman.is kynnir alveg einstakt cardstock frá Core'dinations - það hefur sömu eiginleika og Bazzill pappírinn og smá leyndarmál að auki! ;) Core'dinations hefur að geyma kjarna sem er í fallegum lit sem tónar vel við hvaða verkefni sem er. Til að ná fram flotta kjarnanum er hægt að rífa, sanda og krumpa pappírinn -og fallegur kjarnaliturinn kemur í ljós. Einnig er þessi pappír alveg snilld með Cuttlebug vélinni - möguleikarnir eru endalusir!