Wednesday, December 1, 2010

Jóladagatal Skrapp og gaman.is á Facebook

Í desember ætlum við að hafa jóladagatal Skrapp og gaman.is og birtum alltaf eitt nýtt kort eða eða eitthvað fallegt og jólalegt handverk úr pappír og öðru fíneríi frá Skrapp og gaman.is á hverjum degi fram til jóla. Vonandi að það veiti ykkur innblástur við jólaföndrið ~ endilega fylgist með á Facebook síðunni okkar á hverjum degi til jóla. :D

1. desember - jólakort efti Þorbjörgu

Bazzill cardstock - rauður / Basic Grey Jovial collection / blúndur, borðar og tölur úr einkasafni.


Monday, November 8, 2010

Sporðderkadagar

Sporðderkadagar hjá Skrapp og gaman.is þessa vikuna. Flottur afsláttur af munsturgöturum, pappírsskerum, hnífum, brads og My Mind's Eye pappír. Þriðjudagsopnun eins og venjulega. Netverslunin sem aldrei sefur er auðvitað alltaf opin :-) Tilboðin gilda t.o.m. 14. nóvember (ef eitthvað verður eftir þá!!!!!)

 

Monday, October 25, 2010

Póstlisti Skrapp og gaman.is

Skráið ykkur á póstlista Skrapp og gaman.is, þá berast ykkur fréttir af nýjum vörum, uppákomum og tilboðum og engin hætta á að missa af því allra heitasta í skrappheiminum.

Póstlisti Skrapp og gaman.is

Sunday, October 10, 2010

Núna þegar haustið skartar sínum fallegu litum og allir skrapparar sem vettlingi geta valdið eru búnir að smella óteljandi myndum af fjölskyldunni í litadýrðinni er tilvalið að skella sér á Pyrus, nýja haustlitapappírinn frá Basic Grey. Fallegir aukahlutir einnig fáanlegir; brads, filtlímmiðar, tölur og fleira og fleira. Sláið inn Pyrus í leitargluggann og dýrðin kemur í ljós!

Skrappkveðjur :D

Thursday, September 23, 2010

Glimmer og flottheit!

Loksins er My Mind's Eye pappírinn og aukahlutirnir til á Íslandi og að sjálfsögðu er þetta allt að finna hjá Skrapp og gaman ásamt öðrum vörum fyrir scapbooking og kortagerð í hundraðatali. Munið að netverslunin sem aldrei sefur tekur vel á móti ykkur allan sólarhringinn.

Síður eftir þær Önnu Siggu og Þorbjörgu þar sem þær nota My Minds Eye pappír og aukahluti, Tattered Angels Glimmer mist og Tattered Angels Glimmer Glam.

Vekjum athygli á nýjum flokk í netversluninni sem aldrei sefur. Í flokknum "Nýtt og spennandi" eru allar nýjustu vörurnar okkar og þessi flokkur endurnýjast reglulega þar sem það streyma stöðugt inn heitustu skrappvörur sem finnast í þessu sólkerfi. 

Njótið vel :)

 

Wednesday, September 8, 2010

Glimmer og fleira!!!

Vorum að taka upp fullt af glitrandi fallegum vörum frá Tattered Angels. Glimmer Glam er málning í frábærum litum með glimmeri fyrir allan aurinn og rúmlega það. 

Glimmer Mist Chalkboard er glimmerúði sem er meira þekjandi en orginal Glimmer Mistið en með fallegum gljáa samt sem áður. Tveir nýir litir í orginal Glimmer Mist bættust við, Olive Vine og Raven

Það er allt betra með vænum skammti af glimmer!

Thursday, September 2, 2010

Ammæli!!! :D

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Skrappoggaman.is, hún á afmæli í dag. 
Hún er 1 árs í dag, hún er 1 árs í dag, hún er 1 árs hún Skrappoggaman.is, hún er 1 árs í dag og af því að það er svo gaman ætlar hún að bjóða upp á 10% afslátt af nýju Cappella og Max&Whiskers línunum allt frá brads upp í albúm! Það er svo gaman að eiga afmæli!!!!! Takk fyrir fyrsta árið af mörgum kæru vinir og velunnarar.

Sunday, August 15, 2010

Útsölulok!

Útsölunni lýkur á þriðjudaginn, 17. ágúst.

Auka afsláttur af ýmsum vörum s.s. 12x12 albúmum, blekpúðasettum og pappírslínum frá Basic Grey og My Little Shoebox. 
Einnig bjóðum við auka afslátt af ýmsum tegundum af okkar vinsælu pappírsblómum.

Látið ekki happ úr hendi sleppa!!!!

Skrapp og gaman.is

Friday, July 30, 2010

Verslunarmannahelgin!

Í tilefni verslunarmannahelgarinnar bjóðum við upp á frían sendingarkostnað af vörum sem keyptar eru yfir þessa hátíð allra verslunarmanna og annara .


Einnig eru Skemmtilegheit #7 komin í loftið á Litla svæðinu okkar!

Skrappkveðjur,

Monday, July 26, 2010

ÚTSALA!!! :D

Já það er heldur betur skollin á útsala hjá Skrapp og gaman.is - flottar vörur á fínu verði og rúmlega það! 

Nýjar vörur og nýlegar á 5-30% afslætti. Þetta verður engin eilífðarútsala þannig að það borgar sig að hafa hraðar hendur og grípa dótið áður en einhver annar gerir það.
Munsturpappír á 5-30% afslætti. Valdar pakkningar af cardstock pappír á útsölunni.
Afsláttur af Martha Stewart og EK Success munsturgöturum.
Úrval af flottu Skrapp og gaman blómunum á fínu afsláttarverði.
Ennþá meiri afsláttur af vörum sem þegar voru á útsölutilboði. 

Spörum og skröppum!!!!

Svo er að vænta spennandi frétta af Skrapp og gaman.is á næstunni! ;o)
Hvað ætli það verði nú??????? 

Sjáumst!

Tuesday, July 13, 2010

Vikutilboð 13.-20. júlí

Vikutilboð 13.-20. júlí er 5-25% afsláttur af öllum brads (splittum). Brads eru algjörlega ómissandi í skrapp og  kortagerð. Flott að nota sem miðju í blómum, í staðinn fyrir punkta yfir stafi og auðvitað bara sem hvert annað skraut. 


Maður á aldrei nóg af brads og alveg tilvalið að næla sér í nokkra á ruglverði á ...þriðjudagstilboðinu!

Friday, July 9, 2010

Skemmtilegheit #4

Þá eru skemmtilegheit #4 komin á spjallsvæðið okkar!
Hlökkum til að sjá flottu verkin ykkar!

Tuesday, July 6, 2010

Vikutilboð 6.-13. júlí

Vikutilboð 6.-13. júlí er 10% afsláttur af öllum rubon (nuddmyndum). Rubon eru ómissandi í alla kortagerð og skrappsíður og auðvitað bara allt föndur. Þú bara nuddar myndinni á með þar til gerðu áhaldi t.d. íspinnapriki og skrautið er komið á sinn stað. Kíkið á ótrúlegt úrval sem er í boði hjá Skrapp og gaman.is, það gerist ekki betra á klakanum! 

Já ef þetta er ekki upplagt tækifæri til að næla sér í gæða vöru á góðu verði!!!!!! 

Monday, July 5, 2010

Maya Road!!

LOKSINS LOKSINS LOKSINS geta aðdáendur Maya Road tekið gleði sína á ný því nú fást vörurnar frá þeim aftur á Íslandi! Byrjum smátt en aukum við úrvalið fljótlega. 
Sláið "maya" inn í leitargluggann og þá sjáið þið hvað er í boði.

Tuesday, June 29, 2010

Vikutilboð 29. júní til 6. júlí

Vikutilboð 29. júní til 6. júlí er 5-15% afsláttur af 6x6 pappírsblokkum.

Þessi stærð af pappír er mjög hentug í kortagerðina og mini albúmin. Sennilega landsins mesta úrval af þessum blokkum er hjá netversluninni Skrapp og gaman.is, einu sérhæfðu netverslun landsins með allt í skrappbooking og kortagerð.Tuesday, June 22, 2010

Vikutilboð 22. - 28. júní

Þá er kominn þriðjudagur og nýtt og skemmtilegt vikutilboð lítur dagsins ljós! Enginn verður orðlaus þessa vikuna því nú eru stafadagar hjá Skrapp og gaman. 5-25% afsláttur af öllum stöfum, límmiðastöfum, chipboard-stöfum og Thickers stöfum.
 
 
Skrappkveðjur,

Monday, June 21, 2010

Krumpublóm

Þessi krumpublóm eru bara skemmtileg og auðveld í framkvæmd.
Anna Sigga sýnir hvernig hún gerði þetta flotta græna blóm á spjallsvæði Skrapps og gaman.is


Skrappkveðjur,
Skrapp og gaman.is

Wednesday, June 16, 2010

Þjóðhátíðar-tilboð!

Gerum okkur glaðan dag í tilefni þjóðhátíðardagsins okkar 17. júní og bjóðum okkar góðu viðskiptavinum 20% afslátt af Dear Lizzy pappírum, sem sagt venjulegum pappír, glimmerpappír og "tau"pappír. 


Sannkallaður sumarpappír og hentar fullkomlega fyrir allar 17. júní sólarmyndirnar. 

Hæhójibbíjei og jibbíjei!

Tuesday, June 15, 2010

Vikutilboð 15. - 21. júní

Vikutilboð þessa vikuna (15-21. júní) er 10% afsláttur af Martha Stewart munsturgöturum. Gæðavara sem endist og endist og setur skemmtilegan svip á allt pappírsföndur.


Minnum á að það er opið á lagernum okkar alla þriðjudaga kl. 19.30-21.30.

Sjáumst!

Tuesday, June 8, 2010

Þriðjudagar eru skrapp-dagar!

Gaman gaman það er kominnn þriðjudagur aftur og það þýðir bara eitt: Það er opið í fallegasta bílskúr landsins og þó víðar væri leitað. 
Vikutilboð þessarar viku er 10% afsláttur af 12x12 þriggja hringja albúmum frá Basic Grey og We R Memory Keepers (tilboðið gildir fram á næsta þriðjudag, þá tekur eitthvað annað skemmtilegt tilboð við). 
Grípið gæsina á meðan hún gefst!

Tuesday, June 1, 2010

Þriðjudagar eru skrapp-dagar ;o)

Minnum á opnunartímann okkar, alla þriðjudaga kl. 19.30-21.30 

Glæsilegt úrval af öllu því sem er mest spennandi í skrappheiminum í dag. Fáránlega góð tilboð í Tilboðshorninu okkar og að sjálfsögðu er allt sem við bjóðum uppá sýnilegt á netversluninni, versluninni sem aldrei sefur. 

Verið velkomin í skrappskúrinn þar sem fegurðin er ólýsanleg.

Sunday, May 30, 2010

Stútfullt tilboðshorn!

Það er alveg þess virði að kíkja á TILBOÐSHORNIÐ okkar. Þar er full af flottum vörum á góðum afslætti; pappír, brads, límmiðar, límmiðastafir og Spritz glimmersprey á 15-25% afslætti. 

Spörum og skröppum!

Friday, May 28, 2010

Nýjar síður frá DT-skutlunum

Sandra gerði þessar yndislega fallegu síður úr nýju Cappella línunni frá Basic Grey.~  *  ~
Þorbjörg gerði þessa skemmtilegu síðu um litla gaurinn sinn og notaði Max & Whiskers frá Basic Grey.

Tuesday, May 25, 2010

A.T.H!

Í tilefni þess að Hera Björk stígur á svið fyrir Íslands hönd í Eurovision í kvöld ætlum við að hafa lokað í skrappskúrnum hjá Skrapp og gaman. 
Í staðinn ætlum við að hafa opið annað kvöld, miðvikudaginn 26. maí kl. 19.30-21.30 Vonum að þetta valdi ekki óþægindum fyrir neinn en endilega hafið samband ef svo er og við leysum málið. 

Áfram Hera Björk!!!!!!

Tuesday, May 18, 2010

Alltaf eitthvað nýtt!

Eins og það væri nú ekki nóg að fylla allt af fegurstu pappírsblómum sem um getur þá fannst okkur tilvalið að auka á fegurðina með "smá" pappír og aukahlutum frá Basic Grey! Cappella brúðkaupslínan og Max & Whiskars krakka/dýralínan eru komnar í hús.

Það er bara gleði í skrappskúrnum og netverslunin sem aldrei sefur algjörlega að gera sig, verslum á náttbuxunum og njótum lífsins!