Tuesday, September 29, 2009

Martha er mætt á svæðið!

Stórfréttir kæru skrapparar, kortagerðaskutlur og aðrir föndrarar.Loksins eru Martha Stewart vörurnar fáanlegar á Íslandi. Við bjóðum drottningu föndurs og almennra smekklegheita velkomna í Kópavoginn, jæja kannski ekki í eigin persónu en kantmusturgatararnir hennar eru... það og bíða spenntir eftir að lenda í fimum höndum íslenskra skrappara. Kíkið á skrappoggaman.is, fullt af nýjum og spennandi vörum til skrapps og kortagerðar.

Friday, September 25, 2009

Rok og rigning = föndurtími!

Nú er sko veður til að skrappa og stimpla því ekki viðrar til útivistar á Stór-Kópavogssvæðinu (örugglega fínasta veður fyrir norðan og austan hehehe). Kíkið endilega á stimplana frá Unity Stamps Co. Frábærlega flott stimplasett með 20 gæðastimplum úr rauðu gúmmíi sem er Rollsinn í stimplum. 325 krónur per stimpil er ekki slæmt og einnig fylgir með þessi líka fína mappa þar sem hægt er að geyma allt settið og rúmlega það.

Sunday, September 20, 2009

Opið kvöld

Skrapp og gaman býður alla vini og vandamenn velkomna að kíkja á opið kvöld á Þinghólsbraut 38 í Kópavogi mánudagskvöldið 21. september kl. 19.30-21.30. Nóg að skoða og sennilega mesta úrval af nýjum skrapppappír á Íslandi í dag.
Plássið er ...ekki stórt í bílskúrnum en þröngt mega sáttir skoða. Það verður logandi kertaljós sem vísar veginn. Hlökkum til að sjá sem flesta.

Saturday, September 19, 2009

Indian Summer

Enn bætist í pappírshirslunar í Skrapp og gaman.is Indian Summer línan frá Basic Grey er komin í allri sinni dýrð. Haustlita symfónía eins og best gerist.

Skellið ykkur að skoða og svo út að taka myndir áður en öll fallegu haustlaufin fjúka á haf út. ;o)

Tuesday, September 15, 2009

Jólin eru að koma!!! ;o)

Jólin, jólin, jólin koma brátt lalalalalalalalala Er manneskjan orðin hringlandi vitlaus kann einhver að spyrja en ekki er ráð nema í tíma sé tekið!

Skrapp og gaman.is

Fylgist með því í dag detta inn fyrstu jólavörur ársins. Hvað það verður veit nú enginn............................. eða hvað??????????????????


Og ekki vera feimin við að segja hvað ykkur finnst! ;o)

Sunday, September 13, 2009

Pink Paislee - Amber Road

Vorum að taka upp sendingu af flottum pappírum og frábæru skrauti úr Amber Road línunni frá Pink Paislee.
Einnig kom slatti af flottum glimmer chipboard stöfum í mörgum litum og litlum límstöfum frá Pink Paislee - glimmerstafirnir eru algert æði og smitast ekki neitt.


Einnig er von á splunkunýjum jólavörum og fleiru eftir helgi - því það styttist jú í jólin!
Psst. - svo er líka voða gaman að fá smá komment ;o)

Saturday, September 12, 2009

~ * ~ OPIÐ ~ * ~

Kæru skrapparar, kortagerðaskutlur, föndurdollur, vinir og vandamenn nú er stundin runnin upp: Netverslunin Skrapp og gaman.is hefur formlega hafið starfsemi sína. Verið velkomin að "ganga í bæinn" og njóta þess að skoða dýrðina; pappírinn, Skrapp og gaman blómin, glimmer mál...ninguna og allt hitt, búðin er hreinlega að springa af nýju og flottu dóti.

Hlakka til að veita ykkur góða þjónustu og vonast til að "sjá" ykkur sem flest.Nokkur sýnishorn af nýju nammi í netbúðinni! ;o)

Wednesday, September 2, 2009

Skraut-póstur frá DT-inu ;o)

Jæja skrapparar - þá er eins gott að vera viss um að nettengingin sé í lagi og að lapparinn sé hlaðinn!! Hlutirnir eru að gerast alveg ótrúlega hratt!!!! ;o)

Smá skrapp-nammi frá DT skutlunum!

BG Lemonade pp, glazed brads & stafir ~ Jenni Bowlin textabox ~ Skrapp og gaman.is litlar rósir ~ Bazzill Swiss Dot White Salt cs

BG Lemonade pp ~ Skrapp og gaman.is litlar rósir ~ Bazzill hvítur ~ MCS-Royal Celebration stimplasett ~ Shimmerz glimmer málning - Bubble Gum, Sunflower & Angel Wings

MLS Sky's the Limit pappír ~ MLS mini stafir ljósbláir ~ Skrapp og gaman.is Gardeníur

MLS Little Ladies pp - MLS mini stafir ljósbláir ~ Skrapp og gaman.is Gardeníur ~ Shimmerz Blingz glimmermálning

BG JuneBug pp ~ MCS Space Ships &Robots stimplasett

BG June Bug pp & Glazed brads ~ Sassafras Bungle Jungle límmiðar ~ Jenni Bowlin chipboard Office tölur & textabox