Friday, July 30, 2010

Verslunarmannahelgin!

Í tilefni verslunarmannahelgarinnar bjóðum við upp á frían sendingarkostnað af vörum sem keyptar eru yfir þessa hátíð allra verslunarmanna og annara .


Einnig eru Skemmtilegheit #7 komin í loftið á Litla svæðinu okkar!

Skrappkveðjur,

Monday, July 26, 2010

ÚTSALA!!! :D

Já það er heldur betur skollin á útsala hjá Skrapp og gaman.is - flottar vörur á fínu verði og rúmlega það! 

Nýjar vörur og nýlegar á 5-30% afslætti. Þetta verður engin eilífðarútsala þannig að það borgar sig að hafa hraðar hendur og grípa dótið áður en einhver annar gerir það.
Munsturpappír á 5-30% afslætti. Valdar pakkningar af cardstock pappír á útsölunni.
Afsláttur af Martha Stewart og EK Success munsturgöturum.
Úrval af flottu Skrapp og gaman blómunum á fínu afsláttarverði.
Ennþá meiri afsláttur af vörum sem þegar voru á útsölutilboði. 

Spörum og skröppum!!!!

Svo er að vænta spennandi frétta af Skrapp og gaman.is á næstunni! ;o)
Hvað ætli það verði nú??????? 

Sjáumst!

Tuesday, July 13, 2010

Vikutilboð 13.-20. júlí

Vikutilboð 13.-20. júlí er 5-25% afsláttur af öllum brads (splittum). Brads eru algjörlega ómissandi í skrapp og  kortagerð. Flott að nota sem miðju í blómum, í staðinn fyrir punkta yfir stafi og auðvitað bara sem hvert annað skraut. 


Maður á aldrei nóg af brads og alveg tilvalið að næla sér í nokkra á ruglverði á ...þriðjudagstilboðinu!

Friday, July 9, 2010

Skemmtilegheit #4

Þá eru skemmtilegheit #4 komin á spjallsvæðið okkar!
Hlökkum til að sjá flottu verkin ykkar!

Tuesday, July 6, 2010

Vikutilboð 6.-13. júlí

Vikutilboð 6.-13. júlí er 10% afsláttur af öllum rubon (nuddmyndum). Rubon eru ómissandi í alla kortagerð og skrappsíður og auðvitað bara allt föndur. Þú bara nuddar myndinni á með þar til gerðu áhaldi t.d. íspinnapriki og skrautið er komið á sinn stað. Kíkið á ótrúlegt úrval sem er í boði hjá Skrapp og gaman.is, það gerist ekki betra á klakanum! 

Já ef þetta er ekki upplagt tækifæri til að næla sér í gæða vöru á góðu verði!!!!!! 

Monday, July 5, 2010

Maya Road!!

LOKSINS LOKSINS LOKSINS geta aðdáendur Maya Road tekið gleði sína á ný því nú fást vörurnar frá þeim aftur á Íslandi! Byrjum smátt en aukum við úrvalið fljótlega. 
Sláið "maya" inn í leitargluggann og þá sjáið þið hvað er í boði.