Sunday, May 30, 2010

Stútfullt tilboðshorn!

Það er alveg þess virði að kíkja á TILBOÐSHORNIÐ okkar. Þar er full af flottum vörum á góðum afslætti; pappír, brads, límmiðar, límmiðastafir og Spritz glimmersprey á 15-25% afslætti. 

Spörum og skröppum!

Friday, May 28, 2010

Nýjar síður frá DT-skutlunum

Sandra gerði þessar yndislega fallegu síður úr nýju Cappella línunni frá Basic Grey.~  *  ~
Þorbjörg gerði þessa skemmtilegu síðu um litla gaurinn sinn og notaði Max & Whiskers frá Basic Grey.

Tuesday, May 25, 2010

A.T.H!

Í tilefni þess að Hera Björk stígur á svið fyrir Íslands hönd í Eurovision í kvöld ætlum við að hafa lokað í skrappskúrnum hjá Skrapp og gaman. 
Í staðinn ætlum við að hafa opið annað kvöld, miðvikudaginn 26. maí kl. 19.30-21.30 Vonum að þetta valdi ekki óþægindum fyrir neinn en endilega hafið samband ef svo er og við leysum málið. 

Áfram Hera Björk!!!!!!

Tuesday, May 18, 2010

Alltaf eitthvað nýtt!

Eins og það væri nú ekki nóg að fylla allt af fegurstu pappírsblómum sem um getur þá fannst okkur tilvalið að auka á fegurðina með "smá" pappír og aukahlutum frá Basic Grey! Cappella brúðkaupslínan og Max & Whiskars krakka/dýralínan eru komnar í hús.

Það er bara gleði í skrappskúrnum og netverslunin sem aldrei sefur algjörlega að gera sig, verslum á náttbuxunum og njótum lífsins!

Saturday, May 15, 2010

Blóm, blóm og aftur blóm

 Kærleiksblómin spretta í Kópavoginum sem aldrei fyrr. Erum að setja inn pappírsblóm af mörgum gerðum og í öllum regnbogans litum. Mælum með að allir eigi a.m.k. eina gerð af Skrapp og gaman blómunum, þau eru svo góð fyrir sálina, fölna aldrei og hengja ekki haus og kalla fram allt það besta í föndurdósum til sjávar og sveita. Ást í poka sem ekki má loka.

Monday, May 10, 2010

Allar hillur fullar!

Já það er sko ekki skortur á úrvalinu í skrappinu í Kópavoginum - allar hillur stútfullar af fallegu skrapp-nammi! ;o)

Netveslunin sem aldrei sefur og svo er líka alltaf opið á þriðjudögum kl: 19:30 - 21:30

Wednesday, May 5, 2010

Tuesday, May 4, 2010

Girls Paperie

Allt á fullu hjá Skrapp og gaman.is (en það eru svo sem engar fréttir!!) Vorum að taka upp sjóðheitar vörur frá Girls Paperie sem eru sköpunarverk Margie Romney-Aslett og slógu heldur betur í gegn á síðasta CHA. Þessar línur heita Paper Girl og On Holiday og eru í mjúkum Shabby Vintage stíl. Við erum í skýjunum yfir að geta boðið ykkur upp á þessar flottu vörur.