Tuesday, March 30, 2010

Þriðjudagar í Kópavogi eru bara skemmtilegir.

Alltaf opið hjá Skrapp og gaman á þriðjudagskvöldum kl. 19.30-21.30. Fullar hillur af nýju og spennandi skrappdóti, nýjasta Basic Grey, Cosmo Cricket, My Little Shoebox, Coredinations cardstock með bling áferðinni, Jenni Bowlin cardstock frá Coredinations og fallega Secret Garden línan frá 3ndypapir. Alveg rugl flott dót!!!! Sniðugt að ná sé í smá páskanammi í Kópavoginn!


Wednesday, March 24, 2010

Vor í Kópavoginum!

Litadýrðin sem aldrei fyrr hjá Skrapp og gaman. Ný sending af Basic Grey, Green at Heart og Kioshi með fjölbreyttu úrvali af aukahlutum. Það er sko komið vor í Kópavoginu skal ég segja ykkur. Sjáumst!

Monday, March 22, 2010

Thursday, March 18, 2010

Nýtt og spennandi

Það er allt að verða vitlaust þessa dagana, nýtt og spennandi dót í hverju horni skrappskúrsins í Kópavogi.
Nýjar pappírslínur og stafir frá Cosmo Cricket og My Little Shoebox, nýjustu litirnir í Distress blekinu frá Tim Holtz, brads frá American Crafts, skraut frá Jenni Bowlin og fleira og fleira! ;o)

Tuesday, March 9, 2010

Nýjar vörur og kynnum nýtt og skemmtilegt vikutilboð

Núna síðustu dagana höfum við verið á kafi í nýjum sendingum af ótrúlega fallegum vörum. Fengum stórskemmtilega línu frá Cosmo Cricket, Joy Ride, sem passar flott fyrir litla og stóra stráka og bara alla sem hafa gaman af bílum og ferðalögum. Coredinations cardstock pappírinn sem líka datt inn úr dyrunum nýlega er frábær viðbót við þessa klassisku einlitu sem eru fastir liðir í birgðum skrapparans, þessir sem við fengum núna eru svokallaðir Gemstones pappírar og eru með fallegum perlugljáa, pappír með lúxusyfirbragði! Svo fengum við fjölbreytt úrval af brads (splittum), perlum og semelíusteinum með lími, tölum og perlum í lausu.

Einnig er vikutilboð á aukahlutum frá Basic Grey í Lemonade, June Bug, Indian Summer og Nook and Pantry línunum. Allar límmiðaarkir, stafalímmiðar, rubons (nuddmyndir), brads (splitti), textabox, chipboard límmiðar og filt límmiðar á 10% afslætti.

Svona í lokin viljum við minna á þriðjudagsopnunina öll þriðjudagskvöld kl. 19.30-21.30

Sjáumst!

Monday, March 8, 2010

Nú er sko gaman hjá Skrapp og gaman!

Erum að taka upp þvílíkt úrval af fegurð í formi pappírs, bleks, borða, Martha Stewart gatara, glimmerúða og skrauts af ýmsu tag þar sem perlur og semelíusteinar leika stórt hlutverk. Fylgist vel með því þetta kemur smátt og smátt inn á netbúðina sem aldrei sefur.