Thursday, April 29, 2010

Alþjóðlegi skrappdagurinn 1. maí


Í tilefni alþjóðlega skrappdagsins ætlum við hjá Skrapp og gaman.is að fara í smá leik með ykkur kæru skrappvinir.

Leikurinn felst í því að á síðunni okkar birtum við tvær skissur eftir Önnu Siggu -eina skrappsíðuskissu og eina kortaskissu. Þið leikið ykkur með þær að vild, alls ekki markmiðið að fara algjörlega eftir þeim (en má að sjálfsögðu ef þið viljið). Þegar þið hafið lokið við síðuna eða kortið, nú eða bæði, póstið þið myndinni (myndunum) inn í galleríið á síðunni okkar merkt „NSD leikur“ og við drögum síðan úr innsendum myndum og verðlaunin eru veglegur blandaður blómapakki af Skrapp og gaman blómum fyrir báða flokkana. 
Skrappsíðu-skissan

 Korta-skissan
Silafrestur er til miðnættis sunnudaginn 2. maí og dregið verður úr innsendum síðum og kortum á mánudeginum. Nöfn vinningshafa verða svo birt á upplýsingasvæði Skrapps og gamans.

Endilega verið með í þessum skemmtilega leik og höfum gaman af. Eina skilyrðið fyrir þátttöku er að vera skráð inn á upplýsinga- og spjallsíðuna okkar.
Skrappkveðjur

Tuesday, April 27, 2010

Allt í blóma hjá Skrapp og gaman.is

Nýkomin sending af blómum af ýmsum gerðum; gardeníur,magnólíur, liljur, kirsuberjablóm og rósir í öllum regnbogans litum. Allt handunnið  sérstaklega fyrir Skrapp og gaman


Saturday, April 24, 2010

Sumarið er tíminn!

Í tilefni sumarkomu bjóðum við þeim sem panta á netinu hjá okkur eina dós af Shimmerz glimmermálningu í sumargjöf. Tilboðið gildir í fyrstu viku sumars 2010 eða á meðan birgðir endast :)

Kveðja,

Wednesday, April 21, 2010

Sumartilboð

Sumartilboð á Shimmerz, Blingz, Spritz og Pearlz glimmermálningu og glimmerúða. 20% afsláttur. Nú er sko tíminn til að bæta við litunum sem þig hefur alltaf langað í en ekki lagt í að kaupa!
 

Friday, April 16, 2010

3ndypapir

Norski 3ndy pappírinn er bara yndilslegur og minnir mann eilítið á þessa gömlu góðu daga. ;o)

~ Anna Sigga ~

~ Þorbjörg ~

Skrappkveðjur ;o)

Tuesday, April 13, 2010

Þriðjudagskvöld eru skrappkvöld í Kóp

Jæja þá er kominn þriðjudagur eina ferðina enn, ótrúlegt hvað vikan líður hratt, en það er svona þegar maður er umkringdur af fallegu skrappdóti. Endilega kíkið í skúrinn í kvöld, opið kl. 19.30-21.30 og allt morandi í nýju fíneríi t.d. Dear Lizzy línan frá American Crafts og smá af nýja Webster pappírnum. Basic Grey glóðvolgur með nýju Kioshi og Green at Heart línurnar. Fengum líka splunkunýja Thickers stafi og fleiri aukahluti. Brads og flottu Skrapp og gaman blómin auðvitað í miklu úrvali.

 Sjáumst ;o)

Wednesday, April 7, 2010

Basic Grey Kioshi & Green at Heart

Síður þar sem DT-skutlurnar Þorbjörg, Anna Sigga og Sandra nota nýju flottu línurnar frá Basic Grey.


~ Þorbjörg ~
~ Anna Sigga ~


~ Anna Sigga ~

~ Sandra ~

Tuesday, April 6, 2010

Dear Lizzy er mætt á svæðið ...

... hjá Skrapp og gaman. FULLT af geggjuðum pappír, með glimmer og án, og trufluðum fabric-paper (tau með límbakhlið sem hægt er að klippa niður og búa til blúndur, rósir og allskonar flotterí) í 12x12, brads, rubon, 3-D stickerum, borðum og THICKERS í mörgum litum. Sláið inn Dear Lizzy í leitargluggann til að sjá dýrðina.

Minni svo á opnunartímann í kvöld (já það er þriðjudagur!!!!!) kl. 19.30-21.30.


Monday, April 5, 2010

My Little Shoebox

My Little Shoebox síður eftir Þorbjörgu og Önnu Siggu.

~ Anna Sigga ~

~ Þorbjörg ~