Thursday, September 23, 2010

Glimmer og flottheit!

Loksins er My Mind's Eye pappírinn og aukahlutirnir til á Íslandi og að sjálfsögðu er þetta allt að finna hjá Skrapp og gaman ásamt öðrum vörum fyrir scapbooking og kortagerð í hundraðatali. Munið að netverslunin sem aldrei sefur tekur vel á móti ykkur allan sólarhringinn.

Síður eftir þær Önnu Siggu og Þorbjörgu þar sem þær nota My Minds Eye pappír og aukahluti, Tattered Angels Glimmer mist og Tattered Angels Glimmer Glam.

Vekjum athygli á nýjum flokk í netversluninni sem aldrei sefur. Í flokknum "Nýtt og spennandi" eru allar nýjustu vörurnar okkar og þessi flokkur endurnýjast reglulega þar sem það streyma stöðugt inn heitustu skrappvörur sem finnast í þessu sólkerfi. 

Njótið vel :)

 

Wednesday, September 8, 2010

Glimmer og fleira!!!

Vorum að taka upp fullt af glitrandi fallegum vörum frá Tattered Angels. Glimmer Glam er málning í frábærum litum með glimmeri fyrir allan aurinn og rúmlega það. 

Glimmer Mist Chalkboard er glimmerúði sem er meira þekjandi en orginal Glimmer Mistið en með fallegum gljáa samt sem áður. Tveir nýir litir í orginal Glimmer Mist bættust við, Olive Vine og Raven

Það er allt betra með vænum skammti af glimmer!

Thursday, September 2, 2010

Ammæli!!! :D

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Skrappoggaman.is, hún á afmæli í dag. 
Hún er 1 árs í dag, hún er 1 árs í dag, hún er 1 árs hún Skrappoggaman.is, hún er 1 árs í dag og af því að það er svo gaman ætlar hún að bjóða upp á 10% afslátt af nýju Cappella og Max&Whiskers línunum allt frá brads upp í albúm! Það er svo gaman að eiga afmæli!!!!! Takk fyrir fyrsta árið af mörgum kæru vinir og velunnarar.