Monday, October 19, 2009

Blóm glimmer og Martha Stewart

Nú er sko fjör hjá Skrapp og gaman.is. Í þessari viku komu pappírsrósirnar okkar sem við erum svo stolt af að geta boðið ykkur uppá, fimm fallegir litir í viðbót.

Einnig fengum við stóra sendingu af Spritz, Shimmerz og Blingz glimmermálningunni sem slegið hefur í gegn svo um munar. Þar á meðal eru t.d. silfur og gull litir sem ætti nú aldeilis að passa flott við allt jólaföndrið sem hagsýnir skrapparar og kortagerðasnillingar eru með í gangi.

Blekpúðar í mörgum litum bættust einnig í sívaxandi úrval minnstu skrappbúðar landsins, algjör nauðsyn fyrir stimplara og aðra föndrara.

Síðast en ekki síst ber að nefna hina ótrúlega vinsælu munsturgatara frá Martha Stewart sem við erum eiginlega að springa úr stolti yfir að vera fyrsta verslunin á Íslandi sem hefur þessar gæðavörur í hillum sínum. Við fengum bæði kantmunsturgatara og laufa- og fiðrildagatara sem mikið hefur verið spurt um. Meðal kantmunsturgataranna eru splunkunýir gatarar með jólamunstrum!!!

No comments:

Post a Comment