Sunday, November 29, 2009

Opið kvöld

Opið kvöld hjá Skrapp og gaman þriðjudaginn 1. desember kl. 19.30-22.00. Fullt af nýjum og spennandi vörum; blóm, pappír, glimmermálning og munsturgatarar í ævintýralegu úrvali.

Allra sniðugast er auðvitað að vera búin að tryggja sér það sem maður vill alls ekki missa af með því að panta á netinu og sækja og skoða í leiðinni.

SJÁUMST!

Tuesday, November 24, 2009

Og enn blómstar

Þá er seinni skammtur af blómunum kominn á síðuna. Yndislega falleg eins og við var að búast, sannkallaður sumarauki í skammdeginu. Þessi blóm eru handunnin sérstaklega fyrir Skrapp og gaman og má svo sannanlega segja að þau séu stoltið okkar. Kíkið á og njótið fegurðarinnar.

Nýjar Gardeníur!

Fyrsti skammtur af yndislegum gardeníublómum kominn í vefverslunina. Fleiri tegundir koma inn á morgun, þorði bara ekki að leggja meira á ykkur í einu þetta er svo ofboðslega fallegt.

Friday, November 20, 2009

Nýtt í netversluninni!

Í fyrsta skipti á Íslandi stórir munsturgatarar frá MS og einnig Punch Around the Page gatarar

Ótrúlega flott úrval af munsturgöturum frá Martha Stewart var að detta inn hjá Skrapp og gaman.is, stórir gatarar með hjartamunstri, fiðrildamunstri og snjókornamunstri. Einnig fengum við nýjustu línuna frá Basic Grey, Nook and Pantry, sem er með retro eldhús þema og tilvalið í t.d. heimagerðar uppskriftabækur í jólapakkann sem er t.d sniðugt að gera úr litlu chipboard albúmunum sem eru einnig frá Basic Grey. Glue Dots mini límdoppurnar eru komnar aftur og á enn betra verði en áður.

Það er endalaust úrval af nýjum og spennandi vörum hjá Skrapp og gaman.is því hér ráða ríkjum ástríðufullir skrappfílkar með nýjungagirnina á háu stigi.

Thursday, November 19, 2009

Heja Norge!

Já oft hefur verið tilefni til að gleðjast yfir snilli Norðmanna en aldrei eins og nú! Skrapp og gaman.is-netverslun getur nú stolt boðið til sölu hágæða skrapppappír frá 3ndypapir í Noregi, framleiddur og hannaður af afkomendum víkinga. Þær Gudrun og Lene vita svo sannanlega hvernig á að fanga jólastemmninguna.

Þessi pappír er sko koselig (góð í norskunni!!)

Tuesday, November 17, 2009

Allt að gerast!

Rýmum fyrir nýjum vörum. Fáránlega flott tilboð á nýjum pappír og fylgihlutum frá Pink Paislee og Sassafrass Lass i TILBOÐSHORNINU. Lítið eftir af flestu, fyrstur kemur fyrstur fær. Á morgun og næstu daga er margt nýtt og spennandi að detta inn, vörur sem aldrei hafa sést á litla skerinu áður!!!!

Friday, November 13, 2009

Wednesday, November 4, 2009

Jóla-skrapp

Nú nálgast jólin óðfluga og eru því eflaust margir farnir að huga að jólakortunum í ár. Er því ekki við hæfi að skella inn nokkrum hugmyndum af jólakortum úr flottu jólalínunum sem eru til í Skrapp og gaman.is.