Tuesday, March 9, 2010

Nýjar vörur og kynnum nýtt og skemmtilegt vikutilboð

Núna síðustu dagana höfum við verið á kafi í nýjum sendingum af ótrúlega fallegum vörum. Fengum stórskemmtilega línu frá Cosmo Cricket, Joy Ride, sem passar flott fyrir litla og stóra stráka og bara alla sem hafa gaman af bílum og ferðalögum. Coredinations cardstock pappírinn sem líka datt inn úr dyrunum nýlega er frábær viðbót við þessa klassisku einlitu sem eru fastir liðir í birgðum skrapparans, þessir sem við fengum núna eru svokallaðir Gemstones pappírar og eru með fallegum perlugljáa, pappír með lúxusyfirbragði! Svo fengum við fjölbreytt úrval af brads (splittum), perlum og semelíusteinum með lími, tölum og perlum í lausu.

Einnig er vikutilboð á aukahlutum frá Basic Grey í Lemonade, June Bug, Indian Summer og Nook and Pantry línunum. Allar límmiðaarkir, stafalímmiðar, rubons (nuddmyndir), brads (splitti), textabox, chipboard límmiðar og filt límmiðar á 10% afslætti.

Svona í lokin viljum við minna á þriðjudagsopnunina öll þriðjudagskvöld kl. 19.30-21.30

Sjáumst!

No comments:

Post a Comment