Thursday, April 29, 2010

Alþjóðlegi skrappdagurinn 1. maí


Í tilefni alþjóðlega skrappdagsins ætlum við hjá Skrapp og gaman.is að fara í smá leik með ykkur kæru skrappvinir.

Leikurinn felst í því að á síðunni okkar birtum við tvær skissur eftir Önnu Siggu -eina skrappsíðuskissu og eina kortaskissu. Þið leikið ykkur með þær að vild, alls ekki markmiðið að fara algjörlega eftir þeim (en má að sjálfsögðu ef þið viljið). Þegar þið hafið lokið við síðuna eða kortið, nú eða bæði, póstið þið myndinni (myndunum) inn í galleríið á síðunni okkar merkt „NSD leikur“ og við drögum síðan úr innsendum myndum og verðlaunin eru veglegur blandaður blómapakki af Skrapp og gaman blómum fyrir báða flokkana. 
Skrappsíðu-skissan

 Korta-skissan
Silafrestur er til miðnættis sunnudaginn 2. maí og dregið verður úr innsendum síðum og kortum á mánudeginum. Nöfn vinningshafa verða svo birt á upplýsingasvæði Skrapps og gamans.

Endilega verið með í þessum skemmtilega leik og höfum gaman af. Eina skilyrðið fyrir þátttöku er að vera skráð inn á upplýsinga- og spjallsíðuna okkar.
Skrappkveðjur

No comments:

Post a Comment